Það voru hressir og sprækir fimmu félagar sem fóru til Finnlands 18. maí 2016 ásamt einum maka. Tilefnið var að mæta á aðalfund og árshátíð RT og LC í Finnlandi. Var fundurinn haldinn á Eskifirði Finnlands, Seinäjoki sem er um þrem og hálfum eða fimm tímum norðvestur af Helsinki um klst. frá Vassa.
Tekið var næturflug með Icelandair til Helsinki þar sem flestir náðu smá kríu enda veitti ekki af fyrir langa daga sem framundan voru. Tóku fjórmenningarnir bílaleigubíl og að sjálfsögðu var bíllinn uppgreitaður enda allir með snertu eða með greiningu að ADHD, hvatvísir og skemmtilegir. Tryggt var að bíllinn hafði stór skott og góðar græjur. Enda tónlistinn hjá Davíð hátt spiluð nánast alla leiðina.
Á fimmtudagsmorguninn tók stór teiblarinn Jari Hekkanen á móti okkur, fór með okkur í morgunverð og stutta skoðunarferð um Helsinki. Það var farið hratt yfir og margt skoðað, að undanskildum einum sem þurfti að versla já og það var ekki Aníta heldur konan í hópnum. Eftir fínt rölt um Helsinki og góðan verslunartrú þá var lagt í hann til Seinäjoki. Með tónlistina í botni, vindinn í hárið og á svörtu þrumunni þeyttist hópurinn til áfangastaðarins. Mikið um sögur, spjall, sprell sem upp skar oft mikinn hlátur. Enginn slasaðist alvarlega á sálinni í þessu góða hóp.
Þegar til Seinäjoki var komið skráðu fjórmenningarnir sig inn á AGM-ið og hótelið. Hittum hópinn og arfaslakann IRO hann Toni 200. Fyrst voru teknir drykkir á barnum og svo átti að labba um 200 til 300 metra leið frá hótelinu að THE LOVE BOAT (sem vil reyndar náðu aldrei af hverju var skýrt því nafni) sem haldið var í drullu dalli sem heitir „Barpuuri“. Það var gamall fljótabátur sem haldin eru partý í og var það fínasta partý.
Föstudagurinn var tekinn nokkuð snemma og farið í ferð sem kölluð var “Seinäjoki By Day” og var borgarrölt. Leiðsögnin var mest á höndum erlendu teiblarana og voru Auðunn og Þórhallur fengnir til að segja frá staðháttum og byggingum. Þórhallur fór með þennan stutta texta nánast utanbókar og Auðunn fór vel úr hendi að klára sinn hluta. Auðunn sagði 100% rétt frá í helming tilfella eins og sannur teiblari gerir og var flottur. Að skoðunarferðinni lokinni var farið í Finnskan hafnarbolta. Fengnir voru þrír leikmenn frá bæjarliðinu ásamt þjálfara. Farið var yfir leikreglur og léttar æfingar teknar. Að því búnu voru teknir leikir milli þriggja liða. Skemmtileg afþreying og góður dagur í 20°C til 23°C hita. Í lok dags fóru menn heim að undirbúa sig fyrir ”Ostrobothnian Feast” eða sveitalarfa partýið. Mjög skemmtilegt partý sem sýnir að Finnar kunna að skemmta sér. Hægt var að slá hokkýpökk í mark, kassabílarallý þar sem braut var sett upp og sex bílar voru, þeir sem ekki voru mikið drukknir gátu farið upp á sjö metra hátt svið og skottið niður af því á loft dýnu, hægt var að kaupa hnífa, já hnífa. Hver er ekki með svoleiðis í föstudagspartýi? Eitthvað sem við íslendingar ættum ekki að læra af vinum okkar í Finnlandi. Að sjálfsögðu fengu þeir þessa fínu hljómsveit og DJ tók við í lokinn. Þeir spiluðu öll vinsælustu lög Finnlands en það virtist vera þema þeirra að hafa bara finnsk lög sem vandist en mjög erfitt að syngja með. Um kvöldið hittum við Hannes þennan fína bónda sem var aldeilis í stuði og mætti í fjósagallanum. Skreytingar voru landbúnaðartæki, mjaltabrúsar frá fyrri tíð, myndir úr hérað sem sýndu landbúnar fyrir 30 árum plús og mikið að heimagerðum teppum. Einnig var gaman að fara inn í rúturnar þar sem frambjóðendur til varaforseta RTFinnland voru með ásamt þeim sem voru með næstu fulltrúaráðshelgar og næsta AGM. Mikil tónlist og gefins áfengi. Þetta voru einar þrjár rútur, einn húsbíll og stór sendibíll. Mikið stuð og mikið gaman.
Á laugardeginum var dagurinn tekinn nokkuð snemma og farið var í heimsókn á aðalfund RTFinnland sem var skemmtilegt. Það kynntu allir erlendu gestirnir sig og einnig voru nokkrir með kynninga um viðburði í sínu heimalandi fyrir RTFinnland, það hefði verið magnað að vera með kynningu frá Íslandi.
Að því loknu var farið í „fjallgöngu“ þar sem hópnum var keyrt upp á hæðsta hól í Seinäjoki og gengum við síðustu 100 metrana. Skemmtilegur dagur þar sem maður náði að kynnast erlendu gestunum. Boðið var upp á ketilkaffi með og án styrkingar. Að því loknu átti að fara í Bannerlunch. Eitthvað klikkaði hann því eftir rúmlega tveggja klst bið var erlendu gestunum boðið inn í hliðarsal þar sem Toni og Kai skiptust á fánum við erlendu gestina, stutt þurrt og leiðinlegt. Það hafði sennilega áhrif öll þessi bið en aðalfundurinn þeirra dróst á langinn og svo var ekki tími til að hitta okkur þar sem að landsleikur Finnlands og Rússlands var að byrja, sem Finnland vann. Því þurfti að sleppa nokkrum atriðum eins og sauna sem ekki var hægt að fara í því að næst tók við forsetafordrykkur í boði bæjarstjórans og varaforseta bæjarstjórnar í Seinäjoki sem haldinn var í Törnävä Mansion. Var fordrykkurinn á fallegum stað, yfirvegaður og fágaður. Þar skemmtu allir sér vel og var góð blanda af LC og RT ásamt erlendum gestum. Vel heppnaður viðburður. Það voru þó ekki allir sem slepptu Sauna því þegar fjórmenningarnir voru prúðbúinn að fara í forsetafordrykk í Törnävä Mansion steig út úr einu herberginu nakinn finni sem ætlaði ekki að missa af sauna fyrir kvöldið. Hann var með hliðartösku með handklæði og snyrtivörum en var klár í gufubaðið enda ekki nema einir 200 metrar af hótelgangi frá herberginu. Hver vefur um sig handklæði fyrir svo stutta göngu. Ekki þóttu strákunum mikið til koma enda vanir að sjá nakta karla en Anítu fannst þetta frekar sérstakt og þrátt fyrir að hneykslast þá flissaði hún nú smá (hátt fyrir þá sem þekkja hana).
Að því loknu fór hópurinn á GALAkvöldið sem heppnaðis vel. Að sjálfsögð var nóg af Finnskri popptónlist, keðjuskipti, engir hnífar þetta kvöldið, dansað á borðum og stólum í galadressinu. Skemmtilegt kvöld sem fór vel fram.
Þrátt fyrir að hafa keypt Brunch og ferðalanganir fjórir úr fimmunni voru klárir að mæta var hætt við hann, Finnarnir sennilega og þreyttir eftir erfiða en skemmtilega daga, var dagurinn tekinn snemma og lagt í hann til Helsinki. Einhverjir versluðu meira, aðrir fóru í rómatíska gönguferð. Auðunn og Davíð fóru svo heim á mánudeginum en hjónin Þórhallur og Aníta dvöldu degi lengur og skoðuð sig um í Helsinki.
Magnaðasti hópur ársins hel ánægður með ferðina og sérstaklega félagsskap hvors annars. Það er frábært að fara saman í svona ferðir og hvetjum við alla þá sem hafa tækifæri til að skella sér í erlenda starfið.
Fjögur flottu úr fimmunni – Auðunn Níelsson, Aníta Pétursdóttir, Davíð Kristinsson og Þórhallur Harðarson.
Ps. Að lokum – nokkrir voru bugaðir á sunnudeginum, þá leggur maður sig bara í lobbýinu:
Það voru ekki allir til í að dansa upp á borðum, þessi var t.d. ekki í miklu stuði.
Ef þú hefur lesið alla leið hingað þá er skemmtilegur leikur í gangi. Í pistlinum og fyrirsögninni Flottir fimmu félagar fóru til Finnlands, hvað eru mörg F í því? Verðlaun fyrir rétta svarið sem skrifað er í comment hér fyrir neðan.