Ferðin okkar til Tallinn í Eistlandi hófst á akstri frá Akureyri til Reykjavíkur síðdegis 3. júní eftir langa vinnudag. Við félagarnir (Sigurður Óli og Rúnar) vorum vel spenntir fyrir þessari ferð en um var að ræða sameiginlegan ársfund (AGM) hjá Roundtable í Eistlandi og Lettlandi (AGM- LAT / EST). Þetta var fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn okkar í Roundtable og vonandi ekki sá síðasti vegna þess að við skemmtum okkur konunglega. Þegar komið var á Keflavíkurflugvöll rétt um miðnætti (næturflug) þá var byrjað á viskí kynningu í boði Rúnars, en okkur þótti tilvalið að undirbúa okkur fyrir þessa ævintýraferð með smá smakki á alþjóðlegum viskítegundum. Á flugvellinum hittum við Gulla (Gunnlaugur Kárason) frá RT10, sem var líka að fara til Tallinn á Euromeeting og svo einnig á AGM- LAT / EST. Við flugum frá Keflavík til Stokkhólms þar sem við hittum tvo hressa teiblara frá Svíþjóð fyrir algjöra tilviljun sem voru að fara með sama flugi til Eistlands í Euromeeting (RT10). Við hittum líka teiblara frá Finnlandi á flugvellinum sem var þó bara á eigin vegum en svo virðist sem við í RT höfum mikið net sem dreifir sér víða. Ég er enn að spá hvernig flugfreyjurnar gátu sýnt okkur svona mikla þolinmæði á meðan á fluginu stóð til Tallinn!
Þegar við komum til Tallinn vorum við sóttir af eistnesku vinum okkar, Viljar Vaht og Christian. Þeir skutluðu okkur heim til Viljars þar sem við vorum í heimagistingu meðan á dvölinni í Tallinn stóð. Við losuðum okkur við töskurnar og hittum svo hópinn fyrir Euromeeting (RT10) á hóteli í miðbænum. Við fylgdum þeim teiblara hópi eftir hádegið og tókum þátt í pre-tour hjá þeim þar sem m.a. var farið á skotsvæði og ýmsar byssur mundaðar (AK-47, Magnum, Berretta o.fl.). Síðan fórum við niðrí bæ í drykk og smá skoðanaferð og loks kvöldmat með Viljar og Christian. Eftir kvöldmat var komið að barskriði (e. barcrawl) þar sem við sameinuðumst aftur teiblurunum frá Euromeeting RT10. Við fórum á sérstakan G&T bar, sérstakt microbar, skot-bar (ahhh hverjum fannst það góð hugmynd). Við vorum með ábrygan vin í honum Viljar sem var í eins árs áfengisbindindi…sem var gott því við vorum það ekki. Auðvitað færðum við honum svo íslenskt áfangi og RT varning fyrir heimagistinguna, hann ætti að vera búinn að smakka það einhvern tíma seinna á þessu ári.
Daginn eftir tókum við mini-rútu á staðinn þar sem AGM viðburðurinn var haldinn í Kääriku, sem staðsett er í Suður Eistlandi um 230 km frá Tallinn og 200 km frá Riga (3,5 klst akstur frá báðum stöðum). Þetta var s.s. “In the middle of nowhare!” Bílstjórinn okkar á leiðinni var Mihkel úr RT5 Eistlandi, hann var fyndinn með fullan poka af góðum og slæmum sögum. Við sóttum líka á flugvöllinn Kaj Kostiander forseta RT í Finnlandi og nú varaforseti RTI (aka “the lion in Zion”). Þegar við mættum var í gangi körfuboltaleikur milli Eistlands og Lettlands. Hörku leikur sem Eistarnir unnu að lokum. Þá var bara að slaka á í fallegu veðri og fá sér nokkra drykki og kynnast fólkinu sem varð komið á staðinn. Viðburðurinn var bæði fyrir RT og LC og því um side-by-side viðburð að ræða. Á föstudagskvöldinu var svo welcome party og var þemað Jamaica. Við félagarnir höfðum þegar útvegað okkur búninga sem eru magnaðir og og kvöldið var alveg legendary! Það kom meira að segja Bob Marley tívfari á svæðið til að syngja vinsæl Raggae lög alla nóttina! RTI varaformaður okkar hann Kaj kom í þröngum ljónabúning, sumir lesa einfaldlega ekki memo-ið (aka “the lion in Zion”)! Á laugardeginum 6. júní var aðalfundurinn haldinn en þar sem hann var bara á einstnesku og lettnesku þá komum við bara inn á viðburðinn sem var fyrir alþjóðlaga gesti til að kynna sig. Við kynntum AGM fundinn okkar á Íslandi sem er núna í vor ásamt fleiri alþjóðlegum viðburðum hjá RT og LC á Íslandi. Eftir það var alþjóðlegu gestunum boðið upp á ýmislegt eins og teyjustökk og göngu um svæðið. Þá var banner-lunch í hádeginu þar sem við ásamt Gulla úr RT10 fórum uppá svið og skiptumst á fánum við gestgjafana. Falleg stund! Eftir það fórum við í sundskýluna ásamt öðrum teiblurum og stukkum út í stöðvatn sem var þarna nærri, slökuðum svo bara á fram að gala-kvöldverðinum.
The galakvöldverðurinn var standandi veisla (ekkert hentugt) með fjöldan allan af ræðum og mikið skálað eins og venja er. Við héldum áfram að breiða út góðan orðstýr RT5 með því að auglýsa AGM hjá okkur og svo bara hitta fullt af skemmtilegu fólki. Maturinn var kannski ekki sá besti en við nutum okkar samt vel og vorum í raun komnir snemma í bólið. wink emoticon Þarna á lokakvöldinu þurftum við að finna einhvern teiblara frá Lettlandi sem gæti skutlað okkur til Riga daginn eftir því flugið okkar var þaðan. Við fundum nokkrar gaur sem hét örugglega Janis sem hafði lofað okkur fari en þegar við vorum að tékka okkur út af hótelinu var hann farinn. Á þessum tímapunkti vorum við örlítið áhyggjufullir en þá hittum við annan letta, Andris Paeglitis sem bauð okkur far. Hann var með konu sinni og við vorum þunnir/fullir að reyna að halda uppi samtali (Rúnar) eða ekki (Siggi). Eftir 4 klukkustundaferð í hita og þynku komum við að einhverjum kastala þar sem við stoppuðum og settum á okkur túristagleraugun. Síðan vorum við mættir seinnipartinn um daginn til Riga og smelltum okkur strax í miðbæinn að skoða. Riga er skemmtileg borg en þar náðum við loksins að hlaða batteríinn og fengum okkur góðan hamborgara. Á leið til baka á hótelið villtumst við en okkur tókst að rata í myrkrinu með GPSinu í símanum hans Sigga sem var alveg að verða straumlaus. Við sváfum fast við dynjandi kynferðislegar stunur úr herbergi nágrannans á hótelinu en um morgunin var komið að aðskilnaði. Ég (Rúnar) þurfti að taka flug til Gotlands vegna vinnuferðar, en Siggi átti flug aftur heim í gegnum Ósló. Þetta var frábær ferð og bara byrjun okkar á alþjóðlegum ævintýrum í Roundtable.